Við trúum á mátt samvinnu. Hún er lykilatriði í að tryggja að við getum framkvæmt verkefni okkar á vandaðan og faglegan máta. Við erum sveigjanleg og kraftmikil við útfærslu verkefna en erum jafnframt ábyrgðarfull og heil í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Áhersla sjóðsins verður ávallt að ná árangri í fáum verkefnum fremur en að dreifa kröftunum víða. Sjá öll verkefni

funds

Dóttursjóðir

Maðurinn tjáir tilfinningar sínar og lífsviðhorf á margvíslegan máta. Hönnun og tónlist eru meðal öflugustu tjáningarformanna. Sköpunarkrafturinn býr í sál okkar allra sem skýrir hvers vegna þessar listgreinar tala svo beint til fólks með ólíkan bakgrunn

Dóttursjóðir Auroru voru settir á fót vegna þeirra möguleika sem leynast í listinni. Sjóðirnir hafa stutt við ótal unga hönnuði og tónlistarmenn. Sumir hafa verið að stíga sín fyrstu skref en aðrir hafa þegar náð eyrum og augum fólks. Sjóðirnir hafa svo sannarlega sett spor sín á íslenskt menningarlíf

Dóttursjóðir

Maðurinn tjáir tilfinningar sínar og lífsviðhorf á margvíslegan máta. Hönnun og tónlist eru meðal öflugustu tjáningarformanna. Sköpunarkrafturinn býr í sál okkar allra sem skýrir hvers vegna þessar listgreinar tala svo beint til fólks með ólíkan bakgrunn

Dóttursjóðir Auroru voru settir á fót vegna þeirra möguleika sem leynast í listinni. Sjóðirnir hafa stutt við ótal unga hönnuði og tónlistarmenn. Sumir hafa verið að stíga sín fyrstu skref en aðrir hafa þegar náð eyrum og augum fólks. Sjóðirnir hafa svo sannarlega sett spor sín á íslenskt menningarlíf

Gildi Auroru

Hugrekki Sköpunarkraftur Jákvæðni Heilindi

Markmið

Við trúum á frelsið og sköpunarkraftinn sem býr í vilja mannsins
Markmið okkar er að hlúa að og rækta þennan kraft þar sem þörf er á

Hlutverk

Hlutverk okkar er að styðja við þróun og menningu. Verkefnum okkar er ætlað að örva samfélög á sjálfbæran máta

Hver erum við?

Árangur í þróunarsamvinnu næst með að rækta tengsl við fólk. Stjórnarmeðlimir eru því mjög meðvitaðir um að vinna að því að skapa nauðsynlegt traust milli aðila. Öll deila þau þeirri skoðun að grunnur starfsins sé skapandi hugsun, þrautseigja og virðing við ólíka menningarheima. Lesa meira

Regína Bjarnadóttir Framkvæmdastjóri
Ingibjörg Kristjánsdóttir Stofnandi
Ólafur Ólafsson Stofnandi
Birta Ólafsdóttir Stjórnarmeðlimur
Stefán Ingi Stefánsson Stjórnarmeðlimur
Ómar Berg Torfasón Stjórnarmeðlimur

Development is about transforming the lives of people,
not just transforming economies

Joseph Stiglitz, Making Globalization Work